Yfirfærsla myndefnis

Bjargaðu dýrmætum minningum áður en þær glatast. Við yfirfærum efni af VHS, VHS-C, MiniDV, DVD og fleiri miðlum yfir á stafrænt form sem þú getur spilað í tölvu, síma eða í sjónvarpinu.

Miðlar sem við tökum við

VHS & VHS-C spólurVHS & VHS-C spólur

VHS & VHS-C spólur

MiniDV spólur

MiniDV spólur

DVD & MiniDVD diskarDVD & MiniDVD diskar

DVD & MiniDVD diskar

Svona fer ferlið fram

  1. Þú skilar efninu til okkar.
  2. Við yfirförum og greinum miðlana.
  3. Upptökurnar á VHS, VHS-C og MiniDV spólum eru spilaðar í rauntíma og teknar upp í hámarks gæðum.
  4. Upptökurnar á DVD og MiniDVD eru afritaðar af disknum í hámarks gæðum. Hver upptaka er afrituð sem sér skrá.
  5. Öllu myndefni er skilað í þeirri upplausn sem það var í á miðlinum.
  6. Að lokinni yfirfærslu sendum við þér Dropbox hlekk svo þú getir sótt efnið þitt eða afhendum þér á USB-lykli eða hörðum disk. Við getum útvegað USB-lykil eða harðan disk gegn gjaldi.

Klippiþjónusta

Við bjóðum upp á klippiþjónustu þar sem við klippum VHS og VHS-C spólurnar í stök myndbönd. Við getum einnig dagsett myndböndin ef dagsetning er sjáanleg á upptökunni. Þannig koma myndböndin inn á réttri dagsetningu þegar þau eru sett inn í t.d. Google Photos eða iCloud Photos. Ef engin dagsetning er sjáanleg í myndbandinu, förum við eftir því sem stendur á spólunni.

Afhending og skráarsnið

  • Við skilum öllum myndböndum í MP4 (H.264) í upprunalegri upplausn upptökunnar, tilbúin til þess að spila í öllum helstu tækjum. MP4 (H.264) veitir hámarks gæði og sparar geymslupláss. Við bjóðum líka upp á að afhenda upprunalegu skrárnar en oft á tíðum eru þær mun stærri og geta öll tæki ekki endilega spilað þær.
  • Þú færð Dropbox hlekk þar sem þú getur sótt allt efnið þitt. Einnig bjóðum við upp á afhendingu á þinn eigin USB-lykil eða harðan disk ef óskað er. Einnig getum við útvegað USB-lykil gegn gjaldi.

Afgreiðslutími

Venjulegur afgreiðslutími er 5–10 virkir dagar frá móttöku miðla. Ef þú þarft gögnin á skemmri tíma, bjóðum við upp á flýtiþjónustu gegn aukagjaldi.

Öryggi og trúnaður

Við förum með allt myndefni sem trúnaðarmál. Miðlarnir eru geymdir í læstu rými og skrárnar eru dulkóðaðar á meðan vinnslu stendur. Öll gögn sem afhent eru er eytt 30 dögum eftir afhendingu nema öðru hafi verið sérstaklega óskað eftir.

Hafðu samband eða notaðu verðreiknivélina til að fá verðhugmynd.