Skönnun mynda
Við umbreytum gömlum ljósmyndum, skyggnum og filmum í stafrænt form sem heldur upprunalegum litum og smáatriðum, svo þú getir varðveitt og deilt þeim á öruggan hátt.
Miðlar sem við tökum við

Ljósmyndir, allar stærðir

Skyggnur (slides), allar stærðir

Filmur, allar stærðir
Svona fer ferlið fram
- Þú skilar myndunum til okkar.
- Við rykhreinsum og undirbúum myndirnar og filmurnar fyrir skönnun.
- Myndirnar eru skannaðar í hárri upplausn, almennt 1.200 dpi fyrir myndir og 4.000 dpi fyrir filmur (boðið upp á allt að 9.000 dpi).
- Litaleiðrétting er framkvæmd á öllum myndum.
- Valfrjáls lagfæring á myndum er framkvæmd, rispur og ryk er fjarlægt. +50 kr. á mynd.
- Að lokinni afritun sendum við þér Dropbox hlekk eða afhendum gögnin á USB-lykli eða hörðum disk. eða harðan disk gegn gjaldi.
Afhending og skráarsnið
- Almennt skilum við öllum skönnuðum myndum í JPEG með hágæða þjöppun. Við getum líka skilað þeim í TIFF eftir óskum.
- Að lokinni yfirfærslu sendum við þér Dropbox hlekk svo þú getir sótt efnið þitt eða afhendum þér á USB-lykli eða hörðum disk. Við getum útvegað USB-lykil eða harðan disk gegn gjaldi.
Afgreiðslutími
Venjulegur afgreiðslutími er 5–10 virkir dagar frá móttöku miðla. Ef þú þarft gögnin á skemmri tíma, bjóðum við upp á flýtiþjónustu gegn aukagjaldi.
Öryggi og trúnaður
Við förum með allt myndefni sem trúnaðarmál. Miðlarnir eru geymdir í læstu rými og skrárnar eru dulkóðaðar á meðan vinnslu stendur. Öll gögn sem afhent eru er eytt 30 dögum eftir afhendingu nema öðru hafi verið sérstaklega óskað eftir.